Veiðidagar, dagatal fyrir árið 2019 með sjávarföllum og flóðatöflum.

100

Hönnun: Forstofan

2.950 kr

Sjávarföll hafa mikil áhrif á veiðivon og í dagatalinu er sjávarfallaspá fyrir hvern dag ársins, tunglstaða og stórstreymi sett fram á grafískan hátt. Dagatalið gagnast ekki bara þeim stunda veiði í ám og vötnum, heldur öllum sem vilja fylgjast með flóði og fjöru, til dæmis þeim sem stunda sjóstangaveiði, sjókajaka eða sjósund. 

Dagatalið er prentað á vandaðan 240g pappír og er í stærðinni 27x27 cm. Það er gormað og hugsað til þess að hengja á vegg.